Til hvers?

 

Kjörnir fulltrúar okkar eru kosnir til þess að taka þessar ákvarðanir.  Sættum okkur við það.  Hér fyrir sunnan amk í Reykjanesbæ eru menn við völd sem þora að axla ábyrgð sína og taka ákvarðanir.  Ætlum við að eyða orku og fé í að kjósa um þetta Álver?  Vonandi ekki, þrátt fyrir að Sól á Suðurnesjum krefjist þess.  Að mínu mati verður Álver í Helguvík mikli lyftistöng fyrir Reykjanesbæ og í raun öll Suðurnes.  Þarna skapast fjölmörg störf og auknar tekjur til bæjarins.  Það er fátt sem mælir gegn þessu Álveri, staðsetningin í Helguvík er t.d mjög góð og Norðurál mun vinna þessa framkvæmd eftir lögum og reglum.  Ég tel að það sé almenn sátt um þessar framkvæmdir enda öllum til heilla.  Þessi "ósnortna" náttúrufegurð á Reykjanesinu verður ekki fyrir miklum áföllum.


mbl.is Hvatt til íbúakosninga um álver á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu tökum við vel á móti svona fyrirtækjum og hjálpum þeim að hjálpa okkur. Sóley Tomm og systurnar úr Garðinum geta bara sogið feitan böll ... þær yrðu kannski betri í skapinu.

gigarinn (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 15:49

2 identicon

Þetta snýst ekkert um að "þora" að axla ábyrgð og taka ákvarðanir....viltu útskýra fyrir mér hvernig menn axla ábyrgð á svona verkefni ef það floppar ??? Eða er sá möguleiki bara ekki til ?? Það sem virðist fjarstæðukennt getur samt verið mögulegt...til dæmis þótti það alveg útúrkorti fáránlegt að menn skuli hafa haldið því fram að jörðin væri hnöttótt á sínum tíma...Því spyr ég einfaldlega; Hvernig axla menn ábyrgð í svona verkefni,ef svo ólíklega vildi til að það reyndust mistök til lengri tíma litið?? Ef einhverjar breytur sem reiknaðar eru inní dæmið breytast í framtíðinni ..já eða bara hvað sem er? hvernig axla menn ábyrgð í slíku máli ? Ætla menn þá að taka þetta til baka...eða nægir að segja "já við sáum þetta aldrei fyrir"?? Er það að axla ábyrgð? Fyrir utan þá staðreynd að það getur komið í ljós mörgum árum eftir að þessir menn verða komnir í gröfina,að þetta var ekki sniðug hugmynd...það er von að maður spyrji sig..

Ef það er svona almenn sátt um þetta mál á Suðurnesjum (sem ég reyndar tel að sé),þá á bara hiklaust að kjósa um það,og leyfa því að koma í ljós. Þannig næst breiðari sátt um málið og fleiri koma að ákvörðunnartökunni sem vissulega er stór í sniðum.

Ég vil þó taka það fram að ég hef akkúrat ekkert á móti álveri á Suðurnesjum sem slíku og tel að það sé löngu orðin þörf á því að gera eitthvað róttækt í atvinnumálum á þessu svæði...en tækifærin eru mörg og þessa hluti þarf að skoða vel,og um þessa hluti verður að vera sátt. Kostnaðurinn við atkvæðagreiðlsu er ofmetinn í þessu samhengi og öðru eins er nú sólundað í bölvaða vitleysu.

 bestu kveðjur að norðan

málefnanlegur (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 22:46

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Góðir punktar.  Ég tel að það sé afar ólíklegt að svona verkefni floppi, amk hefur Álverið í Straumsvík sannað það í gegn um árin.  Hinsvegar er allt mögulegt en þeir sem stjórna hverju sinni verða að taka þessar ákvarðanir í okkar umboði, það er þeirra vinna, við kusum þá til þess. Standa og falla með sínum ákvörðunum.  Þó er ég sammála að ef kosið yrði um þetta mál myndu Suðurnesjamenn samþykkja Álver með miklum meirihluta en mér finnst óþarfi að henda peningunum í það.  Má bruðla þeim í aðra vitleysu  Eins og sást í Hafnarfirði þá klufu kosningarnar bæinn og margir sátu í sárum.  Alcan var dregið á asnaeyrum og svo bara neytt í kostnaðarsama kosningarbaráttu.  Umhverfissjónarmið verða alltaf höfð til hliðsjónar enda hafa þessi fyrirtæki farið að einu og öllu eftir lögum og reglum.  Umhverfisverndarsamtök sjá oft bara engin rök, eru bara á móti, til þess að vera á móti.  Veit reyndar ekki um þessi samtök hér fyrir sunnan, þau virðast amk vera hófsöm.  Vilja bara sína kosningu og vilja eflaust einhver fá álver suður.  Kjarni málsins í mínum huga er sá að það er óþarfi að kjósa um málið, við kusum okkur fulltrúa til þess að ákveða þetta.

Örvar Þór Kristjánsson, 19.4.2007 kl. 12:36

4 identicon

Ekki gleyma litlu Vogunum.Keilisnesið , þar munu Alcan menn setjast niður með næsta föruneyti sitt.

Það verður góð lyftistöng fyrir litla fallega bæinn minn !!!!!:)

Marteinn (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:11

5 identicon

Ég skil skoðanir þínar mætavel,og virði þær.

þegar þú segir að umhverfisverndarsinnar sjái oft bara engin rök,þá getur vel verið að það megi til sanns vegar færa,en hitt er svo aftur annað mál,að það virkar í báðar áttir. Þá er ég að meina að "stóriðjusinnar"(ef mér leyfist að kalla þá svo,mér datt ekkert eitt orð betra í hug),sjá oft heldur ekki mótrökin. Eða kanski sjá báðir aðilar mótrökin mæta vel,bara skilja þau ekki. Það er líka eðlilegt að sá sem ekki hefur kolfallið fyrir umhverfismálstaðnum skilji ekki þá hugsjón. En bíddu bara, þessu lýst niður í kollinn á þér einn daginn og þá ferðu að hugsa hlutina öðruvísi Sama á við um umhverfissinna. Þegar sú hugsjón er farin að dúkka upp í kollinum á þeim,þá víkur líklega flest annað,hvort sem það er nú skynsamlegt eða ekki.

 Ég skil báða aðila mæta vel og því finnst mér brýn þörf á,að málið sé ekki knúið í gegn í ósátt umhverfissinna...slíkt skilur eftir sig djúp sár tel ég. Varðandi hafnarfjörð,þá vorkenni ég nú Rannveigu greyinu ekki neitt. Í fyrsta lagi þá er náttúrulega bara fáránlegt að Hafnfirðingar ráði einir þeirri stækkun,þegar það þarf að virkja austur í þjórsá,og í öðru lagi þá beytti Alcan skítlegum vinnubrögðum í þeirri kosningabaráttu og hafnfirðingar sáu bara einfaldlega í gegnum það.

Svo gleymist nú ansi margt í umræðunni einnig.....Hvenær á að hætta? Húsavík,Reyðarfjörður,NV land- Suðurnes-Vestfirðir-Eyjafjörður...hvenær er komið nóg? Ég held að það sé ofmetið víða útí á landi (þó kanski ekki Suðurnesjum) hvað Álverin leysi mörg störf. Það flykktust til dæmis allir úr fiskvinnslunni á Austfjörðum í álið,svo nú er ekki nokkur leið að halda uppi fiskvinnslu á þessu svæði nema fá útlendinga í það...það fluttu fleiri Íslendingar frá Austfjörðum á síðasta ári,heldur en til þeirra...kanski eitthvað til að hugsa um..þó ég viti vel að Suðurnesin eru svolítið sér á báti hvað sjávarútvegin varðar....eða hvað??

 Jæja..þetta er orðið nógu langt í bili.....þú verður bara að blogga oftar,svo maður gjammi þá minna í einu,en oftar,og nái þar með "kvótanum" sínum

 Kvejur að Norðan....

málefnanlegur (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 14:24

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Já sæll aftur...og sömuleiðis, virði þínar skoðanir.

Auðvitað þarf að vega og meta hvert einstakt mál fyrir sig.  Það eru bara einkar fá rök að mínu mati sem mæla gegn Álveri í Helguvík.  Hvað varðar Hafnafjarðarmálið þá fannst mér Alcan reka fína og málefnanlega baráttu. Enda var þeim stillt upp við vegg á vissan hátt. Ég á líka vini í Firðinum sem voru alfarið á móti stækkun og skil ég og virði þau sjónarmið svona eftirá að hyggja. Svo er það rétt hjá þér að þetta var ekki bara mál Hafnfirðinga, verð a' taka undir það.  Þessi íbúakosning var samt algjörlega óþörf að mínu mati.  Á Suðurnesjum sækja margir störf í Höfuðborgina, ekkert svo langt að fara þannig lagað, 45-50mín hvor leið.   Eftir brotthvarf Varnarliðsins stækkaði talsvert í þessum hóp, starfa sjálfur í Reykjavík og er sáttur en mörgum finnst það ekki fjölskylduvænt að c.a 2 klst á dag fari í keyrslu.  Þörfin á Álveri er til staðar hér fyrir sunnan og allar aðstæður í Helguvík til fyrirmyndar.  Ef það endar í kosningu tel ég að það skilji meiri sár eftir sig en ella, það yrði þó bara að una því ef að kosningu yrði.

Bestu kveðjur norður

Örvar Þór Kristjánsson, 19.4.2007 kl. 17:44

7 identicon

Góðir en ónefndi menn kvittuðu líka undir Íraksstríðið með samþykki beggja þingflokka.. en segja núna að það hafi verið mistök.. hmmm.. væri þá ekki í lagi að kjörnir fulltrúar okkar öxluðu ábyrgð og segðu af sér? æ já þeir eru farnir karlarnir... annar í Seðlabankan.. mmmm.. mikil ábyrgðarkend hjá ykkur..

Björg F (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 19:10

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæl

Ein af ástæðum Íraksstríðsins var að bjarga íbúum landsins frá Saddam Hussein og harðsstjórn hans.  Enn eru að finnast fjöldagrafir með tugum þúsunda sem hann lét myrða.  Dettur einhverjum í hug að það sama gerist ekki þegar BNA fer frá svæðinu?  Vissulega voru engar forsendur fyrir gjöreyðingarvopnum Íraka en aðal mistökin að mínu mati í þessu öllu saman var að BNA og bandamenn fóru inn með allt of fámennan her.  Fjölmennari her var nauðsynlegur til þess að ná tökunum á landinu.  Nú súpa menn seyðið af því að fara með allt of fámennan her og blóðbaðið er í algleymingi því miður.  Málaliðar og hryðjuverkamenn streyma til landsins til þess að viðhalda ófrið og blóðbaðinu.  Engin lausn virðist í sjónmáli.  Er það okkar ríkisstjórn að kenna?  Menn töldu það réttlætanlegt á sínum tíma að vera á þessum lista.   Ég er þeirrar skoðunar að það sé alveg réttlætanlegt að fara í stríð til að stöðva þjóðarmorð.  Hversu mörg hundruð þúsundir ef ekki milljónir drap Saddam Hussein í sinni valdatíð og hversu margar í viðbót hefði hann myrt ef hann hefði ekki verið stöðvaður?? 

Hvernig eiga íslensk stjórnvöld að axla ábyrgð?  Er fólk búið að gleyma því að það hafa fundist um 300.000 lík í fjöldagröfum í Írak? 

Örvar Þór Kristjánsson, 20.4.2007 kl. 11:03

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

En að Álverinu í Helguvík.  Ertu á móti þeim framkvæmdum Björg?  Bara svona svo við förum ekki útfyrir efni pistilsins

Örvar Þór Kristjánsson, 20.4.2007 kl. 11:05

10 identicon

Var Álver í Helguvík eina málið á stefnuskrá Sjáfstæðisflokksins? Er möguleiki að kjósendur hafi krossað við D vegna annarra málefna? Vitið þið um 1000 atvinnulausa einstaklinga til að vinna í Álverinu? Uþb 300 manns á atvinnuleysisskrá og meirihlutinn konur á miðjum aldri. Eru þær að fara að vinna í álveri? 

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:18

11 identicon

Umhverfisraskið sem fylgja myndi álveri í Helguvík væri gríðarlegt. Til stendur að mæta orkuþörfinni með nokkrum nýjum jarðvarmavirkjunum víðsvegar á Reykjanesskaganum, í Krýsuvík, við Sandfell og á Trölladyngjusvæðinu. Háspennulínur myndu liggja eftir skaganum þvert og endilangt.

Á heimasíðu Reykjanesbæjar hvetur bæjarstjórinn bæjarbúa til að hafa áhrif á stefnumótun og framkvæmdaröð í bæjarfélaginu, en þegar hann er inntur eftir þessu loforði sínu gengur hann engu að síður á bak orða sinna. Siðferðileg skylda hans ætti að vega þyngra gagnvart þegnum bæjarins en gagnvart erlendu stórfyrirtæki, en svo virðist ekki vera.

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:47

12 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Alls ekki eina málið, langt því frá.

Hvað heldur þú að það séu margir Suðurnesjamenn sem sækja sér vinnu á Höfuðborgarsvæðið og væru tilbúnir í að vinna frekar í sinni heimabyggð?  Ekki 1000 en það er slatti.

Svo er gríðarleg uppbygging á íbúðarhúsnæðum  á Suðurnesjunum, Reykjanesbæ og Sandgerði t.d . Það þarf að trekkja nýtt fólk að, og traust atvinna er grunnurinn fyrir því.

Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 387

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband