Nýta sér réttinn

 

Það eiga allir að kjósa sem hafa til þess rétt.  Nýta sér réttinn sama hvort menn ætla að skila auðu eða þá jafnvel að kjósa VG eða ÓmarLoL  Þennan rétt ber að virða með því að mæta á kjörstað.  Býst við spennandi kosningarnótt enda benda kannanir til þess að kosningarnar verði tvísýnar.  Ætla rétt að vona það að á mánudaginn svífi ekki yfir okkur dimmt ský vinstri stjórnar...  Allir á kjörstað.

X-D


mbl.is Nærri helmingur búinn að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn og vona að hann leiði ríkisstjórnina, hinsvegar efast ég um að stjórnin haldi áfram óbreytt (vegna Framsóknar). Þá er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurin geti leitt stjórn með öðrum? Held að það sé skárra en þriggja flokka vinstristjórn. En annars er sólin búin að vera sýnileg í dag, Siggi stormur segir að það sé gott fyrir hægri-menn.

Geiri (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:20

2 identicon

Ég held að úrslitin verði þannig að D og S verði einu flokkarnir sem geti myndað tveggja flokka stjórn.. svo það eða þriggja flokka.

Geiri (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson

Ef það verður búið að þurrka þessa færslu hans Örvars út í fyrramálið þá hefur VG náð hreinum meirihluta og netlöggan hafið störf

Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, 12.5.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

 snilld

Örvar Þór Kristjánsson, 12.5.2007 kl. 19:40

5 identicon

Það liggur beinast við að stjórnarandstaðan þreifi fyrir sér í stjórnarmyndun,þegar þetta er skrifað...enn á þó eftir að telja talsvert af atkvæðum,en eins og staðan er núna,þá getur allt gerst....gríðarlega spennandi og svakalega gaman.

 Hins vegar held ég núna,eftir nokkra bjóra, að ég sé á nákvæmlega sömu skoðun og ég var fyrir kosningar...þar að segja að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur komi til með að mynda nýja ríkisstjórn.... Þó svo að stjórnin haldi,þá verður það svo naumt,að sú stjórn yrði vart starfhæf....eða hvað..vilja sjálfstæðismenn virkilega halda áfram starfinu með framsókn,þó svo að framsóknarflokkurinn sé að fá það beinlínis í þurrt rassgatið samkvæmt síðustu tölum???

Ég les það skýrt út úr þessum kosningum að fólk vill sjá breytingar,og losna við hækjuna sem framsókn er, út úr þessari ríkisstjórn... ég vil sterka ríkisstjórn .... og þar held ég að samfylking og sjálfstæðisflokkur sé það eina sem kemur til greina..kaffibandalagið er bara ekki nándar nærri trúverðugt og það vantar alla músík í það apparat...

 Sjáum hvað setur ....

Kv að norðan...málefnanlegur..

málefnanlegur (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 03:15

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það er fátt annað sem virðist raunhæft í þessu en að D og S myndi stjórn.  Það verður að teljast líklegt.  Sigurvegarar þessara kosninga er Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig 3% eftir 16 ár í stjórn.  VG bæta miklu við sig en úrslitin samt vonbrigði fyrir þá enda forkálfar flokksins að gæla við 20%....Íslandshreyfingin var eins og búist var við púðurskot og það var átakanlegt að fylgjast með Ómari veifa Sigmund úrklippunni sinni... Frjálslyndir standa í stað.  Framsóknarmenn verða að íhuga stöðu sína enda all hressilega skotnir niður.

Örvar Þór Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 11:36

7 identicon

segðu mér að þú hafir allavega strokað yfir Árna Johnsen Örvar minn ;)

Hefner (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 388

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband