Ekkert má nú til dags

 

Mér fannst þessi herferð ekkert frábær en þetta átti nú bara að vera smá húmor.  Ef til vill missti hann marks en allt tal um kvenfyrirlitningu er bjánalegt.  Það er aragrúi af auglýsingum þar sem gert er góðlátlegt grín af karlmönnum. Ekkert að því.  Nú hefur einhver kært þessa auglýsingu fyrir siðanefnd og þessi niðurstaða er raunin.  Hvað næst? Okkar annars ágæta land er að verða ótrúlega teprulegt og viðkvæmt, amk þau öfl sem vilja vera siðferðispostular fyrir okkur hin eru hávær og virðast ná í gegn í miklum mæli.  Það er áhyggjuefni.  Annars er Coke Zero alveg ágætur drykkur og ekki ætla ég að hætta að kaupa hann vegna þessarar herferðar.

Brúskí Karamba


mbl.is Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skrifa undir þetta. Ég ætla að byrja að drekka Zero núna, þó ekki væri nema bara til að pirra Sóleyju T.

Ingvar Valgeirsson, 11.6.2007 kl. 10:48

2 identicon

Ætli það sé þá ekki best að ég verði á öndverðu meiði við ykkur og fagni þessari niðurstöðu.

Markaðsfræðin virkar nú einfaldlega bara þannig að auglýsingar hafa áhrif og það er afskaplega erfitt að færa rök fyrir því að svo sé ekki,enda er það tilgangur þeirra. Þó svo að við séum ekki eins berskjaldaðir fyrir þessu,þá hefur þetta nú samt áhrifa engu að síður. Eins og lögin eru orðuð,þá stangast þessar auglýsingar á við þessar siðareglur og því bar að kæra þær..svo geta menn bara deilt um það hvort lögin/reglurnar séu sanngjarnar....en lögum á að fara eftir, PUNKTUR.

Svona auglýsingar viðhalda ákveðinni ímynd sem jafnréttissinnar eru einmitt að reyna að má af (staðalímynd:). Þeta var lélegt dkjók og mér fannst bara gott á þessa vitleysinga hjá Vífilfelli að fá þetta svona í hausinn...

Kveðjur....

málefnalegur (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:00

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll

Já djókið missti marks, tek undir það.  Hinsvegar var ekki um að ræða kvenfyrirlitningu heldur var verið að gera grín.  Ef gert er grín af karlmönnum í auglýsingum er það ekki karlfyrirlitning heldur húmor.  Hvílíkt tilgangsleysi að kæra þetta að mínu mati.  En lögum ber að fylgja en tek undir með Ingvari, ætli maður fái sér ekki kók Zero til þess að pirra frau Sóley

Örvar Þór Kristjánsson, 11.6.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sammála, lögum ber jú að fylgja. Líka sammála því að grínið hitti ekki alveg í miðja markskífuna og fór bæði fyrir ofan og neðan þennan garð, sem fólk talar um.

Hinsvegar hló ég gríðarlega mikið að viðbrögðum sumra kvenna, og stöku karla, sem misstu sig af hneykslan, undrun og jafnvel í stöku tilfellum hreinni bræði. Það kom mér til að hlæja, þó svo ég hafi verið kominn með smá áhyggjur svona seinnipartinn.

Hinsvegar er drykkurinn áberandi langskásti dæet-kóladrykkur sem ég hef smakkað.

Ingvar Valgeirsson, 12.6.2007 kl. 04:17

5 identicon

Ég skil þessi sjónarmið og þau eiga vel rétt á sér,og eru réttmæt að flestu leyti. En fordómar,af hvaða meiði sem þeir eru nú,og viðleitni til þess að breyta ákveðnum ímyndum verður alltaf vandamál og erfitt viðureignar. Fyrir okkur sem lítum á málið með þeim augum að um sé að ræða saklaust grín, getur verið erfitt að skilja af hvaða ímynd þetta í raun viðheldur....ég veit ekki hvort ég er nógu skýr í máli,en ég skal reyna að útskýra betur;

 Ég hef alltaf hlegið dátt að bröndurum. Góðir negrabrandarar hitta alltaf í mark. Ég er ekki haldinn kynþáttafordómum. Þvert á móti. Mér finnast þetta bara fyndnir brandarar.Ég á marga vini sem eru dökkir á hörund og hef ekkert á móti negrum. (vek athygli á því að orðið "negri" kemur hér ekki fyrir í neikvæðri merkingu,heldur bein þýðing á orðinu "negro") ..gott og vel... Er þá í lagi að hlægja að negrabröndurum?? Jú auðvitað ætti okkur að finnast það,því við erum ekki að hugsa um fordóma þegar við segjum slíka brandara,né sá sem hlær að þeim...þeir eru bara fyndnir... En þegar málið er skoðað ofan í kjölin,þá erum við með því athæfi að viðhalda ýmind sem þessi minnihlutahópur er alls ekki sáttur við!! Auðvitað eru til undantekningar. Það eru til svertingjar sem hlægja að þessum bröndurum líkt og það er fullt af konum sem var alveg sama um þessar auglýsingar. En það breytir ekki þeirri staðreynd að svona brandarar eru réttindabaráttu svertingja sem minnihlutahóps ekki til framdráttar og eiga stóran þátt í því að viðhalda ýmind sem þeir flestir hverjir vilja losna við. Við tökum svo þátt í gríninu og hjálpum þar af leiðandi til við að viðhalda þessari ýmind. Getum við réttlætt brandarann með því að segja,; hva...ef þetta væri sagt um hvítan mann,þá tæki ég því ekkert illa...það yrði bara fyndið? Nei...hvítir menn eru ekki minnihlutahópur sem hefur staðið í réttindabaráttu til að ná fram jafnrétti. Slíkt á líka við um konur í þessu tilfelli....Það eru þær sem standa í réttindabaráttu til að breyta ímynd konunnar (og hafa staðið í þeirri baráttu í mörg ár),og svona auglýsingar eru ekki að hjálpa þeim í þeirri baráttu...

Ég ýtreka að ég á enga samleið með femínistum í þessum efnum,því þar greinir á um aðferðir til að ná fram jafnrétti,og í raun og veru; hvað jafnrétti sé....

En ég er engu að síður jafnréttissinni,og styð þá baráttu að losan undan þessari ýmind sem konan hefur að mörgu leyti..það tekur margar kynslóðir að breyta þessu...en það breytist hægt og rólega...og það er þá eitthvað...

Insjallah....málefnanlegur

p.s: ég fordæmi þessa ruslpóstvörn...óþolandi að maður þurfi að taka fram vasareikninn í hvert skipti sem mann langar að kommenta hérna

málefnanlegur (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:10

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Gott svar og vel hægt að taka undir þessi sjónarmið.  Mér finnst réttindabarátta kvenna eiga rétt á sér, er líka jafnréttissinni.  Það eru svo öfgafeministar og karlhatarar sem hafa skemmt þessa réttindabaráttu og farið með hana fyrir utan öll velsæmi.  Gjörsamlega farið langt út fyrir hin upprunalegu markmið.  

Örvar Þór Kristjánsson, 12.6.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 401

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband