Henda þessu pakki úr landi

Atvinnumótmælendur!  Margir af þeim sem voru hér í fyrra sumar voru svo "high" að það vissi varla hvar það var eða hverju það var að mótmæla!  Það á að taka hart á þessu liði, amk þeim sem virða ekki íslensk lög og fremja skemmdarverk.  Lögreglan mun auðvitað bregðast við af hörku, enda ekkert óeðlilegt við það.   Það er svo sem í lagi að þetta lið tjaldi á einhverju túni og reyki sín "fjallagrös" ef það hagar sér vel.  Þeir sem brjóta íslensk lög og fremja skemmdarverk á hiklaust að senda úr landi.

 


mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta lið á sem skerðir frelsi annara á að gera útlægt frá Íslandi. 

Fannar frá Rifi, 26.4.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

 Sölvi,

"Ertu að saka mótmælendur um að vera dópista?"

Nei alls ekki, síður en svo. Meira svona sem myndlíking.  Eflaust eru samt einhverjir þeirra háðir dópi eins og á öllum stigum samfélagsins.

Það var reyndar viðtal við einn erlendan mótmælanda þarna í fyrra sem virkaði á mann í mikilli vímu (hvernig vímu veit ég ekki ), alveg ferlega steiktur.  Vissi varla á hvaða landi hann var eða hvers vegna. Samt var hann á móti og var reiður og virkaði tilbúinn í hvað sem er.  

Svo hefur maður heyrt frá aðilum að austan um að einhverjir þessara erlendu mótmælenda hafi oftar en ekki verið í "annarlegu" ástandi.  En vissulega var ég ekki á tjaldsvæðinu uppfrá og menn komast í vímu á meiru en eiturlyfjum.  Svo enn og aftur er ég ekki að fullyrða að allir mótmælendur séu dópistar.

Svo nota ég bara orðið "high" til þess að leggja áherslu mína á það hversu steikt í hausnum margt að þessu fólki virkar á mann.  Þá dæmi ég útfrá þeirri hegðun sem svo margir þessara erlendu mótmælenda sýndu hér í fyrra sumar.  Að vera high þarf ekki endilega að tengja við eiturlyf, það geri ég amk ekki.

"Það er svo sem í lagi að þetta lið tjaldi á einhverju túni og reyki sín "fjallagrös" ef það hagar sér vel"  Þarna á ég einfaldlega við að þetta lið má mín vegna vera á einhverju túni að reykja winston, fjallagrös (er það dóp)..whatever they want, svo lengi sem það er til friðs.

Svo getur vel verið að eitthvað að þessum atvinnumótmælendum séu dópistar,hvað vitum við en auðvitað set ég þá ekki alla undir sama hatt eins og þú með Sjálfstæðismennina útúrdópuðu.  Ætlaði ekki að særa aðstandendur erlendu mótmælandanna með þessu.  Eflaust er þarna gott fólk sem er að mótmæla samkvæmt sinni sannfæringu og er til friðs en það fylgir því miður þessum hóp svo mikið af öfgafólki sem kann ekki að halda sig á mottunni. ( Mín skoðun )

Vænti þess að lögreglan geri upptækt eiturlyf í tjaldbúðunum ef svo ber við enda ólöglegt hér á landi.   Veit samt ekki hvort einhver komist í vímu af fjallagrösum, þekki það ekki.  Það var nú frekar meint sem svona smá saklaust skot á atvinnustefnu VG....

Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 12:30

3 identicon

thu hljomar virkilega fordomafullur og ekki mjog vitur um thetta mal thegar thu talar thar sem ad thad er augljost ad thu hefur bara kynnt ther adra hlid malsins og verid matadur rugli fra fjolmidlum og fleira folki sem einblynir bara a adra hlid malsins. ekki halda ad thetta komi ekki "utlendingunum" vid. thetta er altjodlegt mal a alla visu.

Eg var uppi a karahnjukum og tok thatt i fridsamlegum motmælum med fullt af "utlendingum". eg byst vid ad flestir theirra sem komu til islands til ad motmæla viti meira um malid en thu sjalfur. thad er synd thvi ad thu sem islendingur ættir ad vera buinn ad kynna ther thetta fyrst thetta mal er ther svona kært.

Og gerdu thad fyrir mig ad leggjast ekki svo lagt ad nota ord sem fordomafullir halfvitar hafa buid til. Thad er ekkert til sem heitir atvinnumotmælandi. Their sem eru "atvinnumotmælendur" fyrir ther er folk eins og eg sem ser hluti i heiminum sem tharf ad laga eda breyta svo eg fer thangad sem eg tharf til ad berjast fyrir thvi sem eg trui a. hvar er atvinnan i thvi?

Tryggvi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:35

4 identicon

Tryggvi: Þú spyrð hver sé atvinnan af því ??

 Þú mátt alveg sleppa því að reyna að halda því fram að ég þekki þessi mál minna heldur en þú,því ég þekki þetta mjög vel. Það hlýtur að teljast eðlilegt að kalla menn "atvinnumótmælendur" þegar þeir fá greitt fyrir að mótmæla hlutum, sem þeir annars myndu ekki gera.

 Ég þekki sjálfur fjöldan allan af fólki sem stundar það. Bæði í Bretlandi,Þýskalandi,Frakklandi og víðar er hópur af fólki sem fær beinlínis greitt fyrir að mótmæla hinum ýmsu hlutum. Greiðandinn er yfirleitt samtök af ýmsum toga sem fjármagna sig með styrkjum og auglýsingum.

 Ég hef ferðast víða um evrópu og séð þetta sjálfur. Meðal annars hef ég heimsótt slík samtök á Englandi.

 En segðu mér eitt...ef virkjun á Íslandi skiptir útlendinga svona svakalegu máli og þetta er svona alþjóðlegt mál..afhverju mótmæla þeir þá ekki virkjunum á öðrum stöðum í heiminum?? Á hvaða forsendum eru útlendingar að mótmæla því hvað við gerum við landið okkar??

 Ég hitti sjálfur mótmælanda fyrir austan sem fékk greitt fyrir að mótmæla. Hann starfaði fyrir samtök á Englandi (sem ég vil ekki nefna hér) og fékk greitt á meðan hann var hér,ásamt því að fá flugfarið fram og til baka. Á hverju lifir annars sá sem hangir uppí óbyggðum í 3 mánuði?? Ef þetta eru svona rosalegir hugsjónamenn að mótmæla hlutum sem eru svona alþjóðlegir,þá hljóta þessir menn að vera staddir í Kína hluta úr árinu til að mótmæla virkjunum þar, Bandaríkjunum hluta úr árinu og svo frv...Tæplega helduru að þessir hugsjónamenn lifi á loftinu??

 Það er allt í lagi að rökræða þessa hluti fram og til baka,en ég bara beinlínis neita að rökræða við menn sem eru með hausinn á kafi í rassgatinu á sjálfum sér og þykjast alltaf vita alla hluti betur en aðrir,setja sig svo á háan stall með því að heimta að við hin kynnum okkur málið.

Fuss..

Kv,að norðan

málefnanlegur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:09

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Gott og vel Tryggvi.

Þú virðist vera einn af þessum friðsælu mótmælendum.  Ber virðingu fyrir þinni afstöðu og skoðunum en er þér ósammála að mestu.  Því miður eru öfgamenn mikið ráðandi innan þessa hóps (atvinnu)mótmælenda.  Ertu að saka fjölmiðla um lygar þegar þeir birta myndir af mótmælendum sem hlekkjuðu sig við tæki og tól og höguðu  sér eins og fífl? Hvað þá málið með frelsisviptingu skrifstofufólksins á Reyðarfirði? Margt af þessu fólki álýtur að það sé ekki sjálfsagt mál að lög og reglur gildi.  Mótmælir framkvæmdum sem hafa verið samþykktar af ríkisvaldinu og eru fullkomnlega löglegar.  Ert þú Tryggvi, friðsamur mótmælandi að verja þessar gjörðir?

Ef þú lest svo comment mitt hér að ofan hef ég ekkert á móti þeim sem mótmæla friðsamlega. ( Þó ég skilji ekki þessi mótmæli )

Það finnst ansi mörgum og verður þú ekki að virða þær skoðanir líka?  Þessir fordómafullu fávitar sem þú talar um og voru með Kárahnjúkavirkjun og allt það sem henni hefur fylgt eru þeir bara blindir fyrir staðreyndum?  Hvaða staðreyndum, að þessi náttúruauðlind mátti ekki vera nýtt til góðs?  Freðmýri sem enginn vissi um fyrr en átti að virkja og þá allt í einu varð af náttúruperlu?

Þú hljómar nú ekki sem fordómalaus eða hvað?

Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 14:14

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvet ykkur til þess að lesa comment númer 5, frábært innlegg.

Örvar Þór Kristjánsson, 26.4.2007 kl. 14:23

7 identicon

þetta fólk hengur fyrir framan söluskálan á egs stóran hluta af nóttunni og singur einhver hippa lög  og húkkar sér svo far upp á fjall.. ja þetta fólk hlýtur að fá borgað og lætur launin mynda skoðun sína

mmeeee (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:24

8 Smámynd: B Ewing

Las aths. númer fimm.  Ef viðkomandi "málefnalegi" getur ekki komið fram með nein nöfn á annað hvort "atvinnumótmælendum" eða "samtökum sem greiða fyrir mótmæli" þá trúi ég ekki orði af því sem skrifað er.

B Ewing, 26.4.2007 kl. 15:34

9 identicon

B Ewing: Hvernig þú komst í gegnum "ruslpóstvörnina" hérna,er mér hulin ráðgáta:)

 Hvort að þú trúir því sem ég er að segja,eða ekki, skiptir mig bara akkúrat engu máli. Ég veit hvernig í pottinn er búið og það er nóg fyrir mig. En svona til gamans þá er nú einfaldasta og stærsta dæmið um atvinnumótmælendur annars eðlis,og þó...

 árið 1979 (minnir mig),þustu tugþúsundir mótmælenda út á götur í ÍRAN og mótmæltu. Við það varð til atburðarrás sem margir þekkja...það varð bylting og Ayatollah Komheni kom heim úr útlegð og náði völdum. Nú ætla ég ekki að fara að reyna að kenna þér sögu,en nú hafa Bandaríkjamenn viðurkennt (með semingi þó) að hafa staðið fyrir þessum mótmælum.... CIA greiddi ýmsum félögum (verkalýðsfélögum,íþróttafélögum,stúdentasamtökum og fl) fyrir að þjóta út á götu á nákvæmlega sama tíma og byrja að mótmæla... Það eru til mörg dæmi um að menn hafi fengið greitt fyrir að mótmæla..hinu og þessu...

Þó svo að ég þurfi ekki að benda þér á hvaða félagasamtök ég heimsótti á Englandi,þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og neita að viðurkenna staðreyndir. Ég get svo sem skáldað upp nafn á einhverjum mótmælandanum fyrir þig,ef þér líður betur...hvernig líst þér á Jörgen P.Skjóldal ?? Ég bendi þér bara á að "gúggla" orðið atvinnu mótmælandi og athuga hvað kemur upp...og svona af því að ég geri pottþétt ráð fyrir því að þú kunnir enga ensku þá skal ég meira að segja þýða orðið fyrir þig (e.Professional protesters)

jæja..ég má ekki vera að þessu lengur,þarf að fara að sjóða egg eða eitthvað..

 kv,að norðan

málefnanlegur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 16:51

10 identicon

takk fyrir innlegg fimm. thad gledur mig ad sja ad thad er folk sem kynnir ser allar hlidar malsins. lang flest theirra sem eg hef talad vid hafa ekki gert thad. eg tek ad ofan fyrir ther.

eg byst vid thvi ad ef thetta er rett med ad stofnanir borgi folki til ad motmæla tha er thad tvi ad eitthver vill motmæla en getur ekki komist til thess stadar sem hlutirnir eru ad gerast a. thar af leidandi styrkir stofnunin hann til ad komast a thann stad og halda ser lifandi thar. their eru ekki beint ad borga heimilislausa gaurnum af gotunni heldur eru their ad styrkja eitthvern i ad berjast fyrir thvi sem hann vill berjast fyrir.

Eg hef sed thetta sjalfur. eg veit um manneskju sem fekk borgad flugfarid badar leidir til ad komast fra einu landi til annars til ad geta tekid thatt i motmælum. thad var vegna thess ad su manneskja bad um styrk fra theirri gruppu. thad er fullkomlega skiljanlegt. thetta er ekki launud vinna, thetta er styrkur til ad geta barist fyrir thvi sem thau trua a. audvitad eins og i ollu odru eru orugglega undantekningar. eg er ekki ad neita thvi.

og nei "malefnalegur",  thad er ekki bara verid ad motmæla stiflum a islandi. eg taladi vid mann sem var ad motmæla i indlandi thar sem er buid ad vera byggja tho nokkra tugi stifla. thetta snertir fleiri en bara landan. ef eitthvad gerist i kina tha kemur thad ther vid lika.

eg bidst afsokunar en eg held eg hafi verid misskilinn. eg var ekki ad heimta ad folk mundi kynna ser malid heldur var eg ad benda folki eins og Orvari a ad kynna ser badar hlidar malsins thvi thessi grein var, fyrir mer, lodrandi i fordomum. thegar eg get sed ad folk hefur kynnt ser fleira en eina hlid malsins finnst mer eg fullkomlega geta virt skodanir theirra thott eg se ekki endilega sammala theim.

og nei orvar eg er ekki ad saka fjolmidla um lygar af thvi ad vid vorum handtekin eftir ad hafa verid inna vinnusvædi, sum hlekkjud vid vinnuvelar. thad gerdist. eg er ad segja ad folk eigi ad halda skeptisku auga a frettum.

gislataka, frelsis svipting.... eg veit vel ad thetta gerdist lika en eitthvad segir mer ad frettirnar hafi twistad thessu upp i eitthvad kryddad til ad hafa thetta ahugaverdara. annars a eg eftir ad tala vid folkid sem gerdi thetta og fa theirra hlid a malinu.

 eg endurtek. haldid skeptisku auga a frettunum

 Tryggvi

Tryggvi (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 12:42

11 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Kynna sér málin segir þú Tryggvi. 

Ég hef heyrt í þeim nokkrum sem búa fyrir austan og menn eru yfirleitt á því máli að mikið af þessum erlendu/innlendu mótmælendum fari langt yfir strikið.  Ég get ekki borið virðingu fyrir þeim mótmælendum sem brjóta lög og fremja sífelld skemmdarverk.  Ber virðingu fyrir þeim rétt að mótmæla.

Vitna t.d í Hilmar Inga sem starfar á Kárahnjúkum:

"Reynsla mín af þessu fólki er hreint ekki góð. Mér finnst reyndar með ólíkindum að þeir kalli sig mótælendur, því þetta eru ekkert annað en skemmdavargar. Ef við tökum dæmi, þá söguðu þeir byggðarstrenginn í sundur sem verið var að setja í jörðu, því miður var ekki kominn spenna á hann. Einnig hefur borið talsvert á því að spreyjað hafi verið á skilti, vinnuvélar og þessháttar, með niðrandi slagorðum um Landsvirkjun og sómafyrirtæki ð ALCOA"

Svo hef ég kynnt mér málin varðandi virkjanamálin þarna og er fullkomnlega samþykkur og sáttur við þessar framkvæmdir.  Þeir sem voru það ekki hafa þann kost að mótmæla en friðsamlega og án allra öfga. 

Svo sé ég ekki tilganginn hjá ykkur að vera að mótmæla þarna í sumar.  Hvernig væri að sætta sig bara við þetta.  Ítreka það að ég vona að lögreglan taki hart á þeim "atvinnu" mótmælendum sem brjóta lög og valda skemmdum. 

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 15:33

12 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Svo til að bæta við.  Það er ekki hægt að lesa annað úr þessum pistli Andreu Ólafsdóttur frambjóðanda VG að það sé í lagi að brjóta lögin ef menn eru að mótmæla? 

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 16:25

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Kannast við þetta með atvinnumótmælendurna -  ég spila mikið á Dubliner, sem er mikið sóttur af útlendingum. Þar voru í fyrrahaust þrír eða fjórir af þessum sem talað er um. Einn þeirra viðurkenndi fyrir mér og öllum sem heyra vildu að þarna hefði verið hópur fólks á launum að mómæla - og það sem meira er, honum fannst þetta nákvæmlega ekkert athugavert og leit á þetta sem heiðvirða sumarvinnu.

Ég þreytist heldur aldrei á að segja frá því þegar búðin, sem ég vinn í hálffylltist af unglingum einn daginn. Það voru krakkar úr Austurbæjarskóla, en þau höfðu fengið frí til að fara niðurí bæ og mótmæla Kárahnjúkavirkjun. Hefði átt að fá nafnið á kennurunum og fara með málið lengra.

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 19:29

14 identicon

Annars má ekki gleyma því að það er fullt af fólki sem nýtir sér þann stjórnarskrárbundna rétt sinn til að mótmæla friðsamlega. Það ber að varast að setja alla undir sama hatt í þessum efnum. þetta snýst nefnilega ekki um að "sæta sig bara við þetta",því þetta sé komið svona langt..þetta er mikið tilfinningamál fyrir þessu fólki og það ber að virða. Mér finnst eins og það hafi borið á því síðasliðið sumar að það þætti voðalega "töff" að vera með hund út í þá sem voru að mótmæla,rakka þá niður og gera gys að þeim. (í þessu samhengi er ég ekki að tala um lögbrjótana)... listamannapakk var orð sem heyrðist ansi oft í þeirri umræðu...menn hlógu að því hvernig einhver nennti að standa niðrá Austurvelli með spjald,eða að fremja gjörning... Það er nú varla annað hægt en að dást að hugsjónum þessa fólks. Þetta heitir allavega að vera samkvæmur sjálfum sér,og hvort sem ég er með eða á móti þessari virkjun, sammála mótmælendunum eða ekki...þá er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir þessari elju og þeirri staðfestu sem margir hafa sýnt í þessu máli...okkur ber að virða það. Því þegar öllu er á botninn hvolft,þá er eðlilegt að ekki séu allir á sömu skoðun í þessu máli...

   Annars verður þú að blogga oftar Örvar,svo maður hafi meira til að tala um...:)

kv,að norðan

málefnanlegur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:09

15 identicon

Sæll Örvar Þór

Ég er innilega sammála þér. Það á ekki að hleypa svona liði inn í landið. Veit ekki betur en femmurnar hafi gjörsamlega tryllst fyrr í vetur og hvernig réttlæta þær svo þetta. Þetta lið hefur þó brotið lög en það höfðu þeir sem stáðu fyrir Snowgathering ekki gert ! Þvílík hræsni. Síðan er eitt. Á sama tíma og fólk atast út í lögregluna- þá vilja hinir sömu e.t.v. einhvern tíma að sömu menn (lögreglan) komi til aðstoðar. Burt með þetta lið ! Þetta lið hefur enga lífsstefnu nema mótmæla einhverju sem það veit ekki hvað er !

Kalli (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 02:19

16 Smámynd: Rósa

Sæll frændi

Ég held ég sé sammála þér, eeeen þú verður að passa orðfærið þannig að fólk misskilji þig ekki.  Mér finnst þú miklu málefnalegri í tilsvörum þínum hér heldur en í færslunni sjálfri þar sem þú talar alltaf um þetta "lið".......  sem er svona nett neikvætt!

Annars er þetta bara hið skemmtilegasta blogg hjá þér og eflaust viljandi hjá þér að nota misskilin orð hehehe...

Rósa, 28.4.2007 kl. 09:08

17 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Mikið rétt frænka

Örvar Þór Kristjánsson, 28.4.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 395

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband