Hyski

 

Hvernig á að taka mark á svona mótmælendum sem virða ekki lög né reglur?  Í mínum huga ekkert annað en hyski upp til hópa sem stóð að þessu.  Ætla rétt að vona að lögreglan taki hart á þeim sem gengu harðast fram og jafnvel vísa þeim úr landi.


mbl.is Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er nokkuð sammála. Fólk hefur fullan rétt á skoðunum sínum en að þröngva þeim svona upp á fólk og eins þessi uppákoma í Kringlunni um daginn. Ekki get ég ímyndað mér að þessi sjónvarpspredikari sem þar spangólaði gegn virkjunum og stóriðju hafi aflað skoðunum sínum mikið fylgi. Íslendingar fíla bara ekki svona lið.

Gísli Sigurðsson, 14.7.2007 kl. 18:50

2 identicon

Þetta gekk allt mjög vel og var mjög friðsamlegt þangað til að löggan kom og stöðvaði allt. Allir komust leiðar sinnar og gekk umferð bara svona eins og á venjulegum miðvikudegi um kl 16.  Við erum búin að reyna að gera allt með "firðsamlega" hættinum, skrifa bók, blogga, halda kröfugöngur og svo framvegis og hefur verið hlustað?  Nei og hvað á þá að gera?  Kjósa á alþingi fólk sem má skipta um skoðanir og flokka hvenær sem er?  Götupartýið endaði ill vegna framkomu lögreglu, enda flúði hún af vetfangi eftir að hafa barið fólk til óbóta!  Ég vona að þú sért ánægður með lögguna þína!

Steinn (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:15

3 identicon

Steinn.

Fulltrúalýðræði þýðir ekki að alltaf sé endilega hlustað á þig, eða að einhver einn borgari sé alráður um allt, heldur að gegnum meirihluta atkvæða verði til atkvæðavægi á bakvið kjörna fulltrúa til þess að taka ákvarðanir.

Ef ákvörðun er tekin löglega sem þú ert ekki sammála, þá verður þú stundum bara að kyngja því. Þinn vilji getur ekki ráðið öllu.

Óli GH (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:20

4 identicon

Svo sammála þessum upphafspósti. Látið okkur venjulegt fólk vera, að halda því fram að þetta hafi verið venjulega kl. 4 umferð er bara kjaftæði...

 Hvað getur löggan gert eiginlega? Bara leyfa mótmælendum að loka fyrir umferðina og brjóta lögin? Þegar það er svona hópur af fólki sem veitist að lögreglunni sem er að reyna að vinna sína vinnu. Ég bara get ekki séð hvernig hún gæti gert þetta á nokkurn annan hátt... 

 Ég er sammála málstaði mótmælanda að mörgu leyti, en þetta hjálpar ekki upp á almenningsálitið. Hinn venjulegi íslendingur fer að líta á alla mótmælendur sem hyski og gleymir fyrir hverju þeir er að berjast.

N.B. að þeir sem að venjulega berjast fyrir þessum málstað (ómar, andri snær, jakob frímann o.s.frv.) og ber mest á í fjölmiðlum passar sig á því að bendla ekki nafn sitt við þessa samkomu. Það segir ákveðið um þessi skrílslæti.

Siggi (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:30

5 identicon

Íslendingar kunna bara ekki að mótmæla (trúðar og gjörningar), en þeir eru allra þjóða bestir í að nöldra

Haukur (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:31

6 Smámynd: Finnur Ólafsson Thorlacius

Jón Frímann....!! værir þú til í að vísa í kosningarnar sem voru um Kárahnjúkavirkjun, þar sem að skoðun meirihlutans kom í ljós..... nei heyrðu það voru ekki slíkar kosningar.  En það voru alþingiskosningar árið 2003 og þar fengu þeir flokkar sem studdu þessar framkv. meirihluta atkvæða.  Þannig að allt tal um að meirihluti þjóðarinnar hafi verið á móti þessu er bull

Finnur Ólafsson Thorlacius, 14.7.2007 kl. 19:34

7 identicon

Hryðjuverk hafa líka virkað, þýðir ekki að þau séu réttlætanleg.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:34

8 identicon

ég var þarna og umferðin gekk mjög vel þar til lögreglan tók málin í sínar hendur.  Kannski besta að vera bara heima að væla og nöldra og halda að maður breyti eitthverju þar?  

Steinn (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 19:36

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það sem er skemmtilegast við þetta er það að þeir sem mótmæla mest eru eyðslukynslóðin sem vill ekki virkja og ekki gera þetta og ekki gera hitt. En eiga flest öll ipod tölvu bil og önnur rafmagnsapparöt hafa ekki upplifað viku rafmangsleysi slökkva ekki ljósin á eftir sér og henda hálfetnum skyndibita. Sem var allt glæpur i okkar miðaldra fólksins ungdæmi. Hvað myndi rafmagn kosta hér ef ekki væri stóriðja því í raun greiðir hún niður dreifikerfi og virkjanir sem að við síðan njótum góðs af. Síðan en ekki síst þá skaffar hún okkur foreldrum vinnu til að brauðfæða náttúruverndar kynslóðina meðan hún leitar að einhverju öðru sem enn hefur ekki fundist en á öllu að bjarga  

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.7.2007 kl. 19:40

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Jón Frímann þetta er ekki rétt hjá þér að meirihluti þjóðarinnar hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun

Huld S. Ringsted, 14.7.2007 kl. 19:41

11 Smámynd: Haukur Viðar

"Það sem er skemmtilegast við þetta er það að þeir sem mótmæla mest eru eyðslukynslóðin sem vill ekki virkja og ekki gera þetta og ekki gera hitt. En eiga flest öll ipod tölvu bil og önnur rafmagnsapparöt hafa ekki upplifað viku rafmangsleysi slökkva ekki ljósin á eftir sér og henda hálfetnum skyndibita."

Vissulega ertu með kynslóðina rétta þarna, en svo er ekki um þetta fólk. Það geturðu bókað.

Haukur Viðar, 14.7.2007 kl. 20:48

12 identicon

Tja, það er tryggt málfrelsi í landslögum og hvergi þar stendur að það sé bannað að mótmæla.

Svo voru þetta nú 80-90% íslendingar og fyrir mína parta þá er ég það mikill hægrisinni að ég get ómögulega samþykkt að lögreglan hafi eitthvað vald til að segja hverjir megi mótmæla og hverjir ekki.

Svo líka allt í lagi fyrst að þetta er friðsöm mótmæli en ekki skemmdarverk - skil ekki alveg hvaða hræðsla það er í fólki við friðsamleg mótmæli - það er ekki einkaréttur fárra að tjá sig - ekki þegar ég gáði síðast í landslög allavega. 

Alfreð G. (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:59

13 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Langt frá því að vera friðsamt.  Þetta á ekki að lýðast og ég er svo innilega sammála lögreglunni.  Í þessu tilfelli er ég gríðarlega sáttur með þeirra vinnubrögð.

Það var mikill meirihluti þjóðarinnar með Kárahnjúkavirkjun.  Það vita allir.

Þið eruð búin að gera allt með friðsamlegum hætti og hvað enginn hlustað?  Getur það verið af því að fólk er ekki sammála?  Er þá bara allt í lagi að brjóta lögin til þess að þröngva ykkar skoðunum uppá fólk.  Kjánalegt.

Þessi mótmælendahópur á að flytja til fjalla.

Örvar Þór Kristjánsson, 14.7.2007 kl. 23:10

14 identicon

Getur reykt sitt hass þar í friði.  Koma aldrei með lausnir og veit ekkert í sinn útúrreykta haus.  Fangelsa þessa aumingja.  Mest listamenn og iðjuleysingjar

Nonni (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:14

15 identicon

Mér finnst umræðan vera farin út í veður og vind, það er bara óhæft að draga fólk í dilka.  Vissulega er ég 110% mótfallinn því að einhverjir útlendingar komi hérna og mótmæli í máli sem kemur þeim ekki rassgat við, enda er ísland mál íslendinga.  En mér finnst leitt að samborgarar mínir skuli ekki sína að þeir einfaldlega séu víðsýnir og hafi einfaldlega lært betri mannasiði og leyfa þessum fáu mótmælendum (þeim íslensku) að tjá sig.  Mér finnst það bara sýna að við hin, sem erum annarrar skoðunnar, höfum lært mannasiði, kunnum að tjá okkur og erum umburðarlynd.  

Það finnst mér mest um vert, að geta sagt að ég virði skoðannir annarra þó svo að ég sé alls ekki sammála þeim að neinu leiti, ekki sammála? 

Alfreð G. (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:30

16 identicon

Er mótfallin stóriðjustefnu landans en svona atburðir eru ekki málstaðnum til bóta.  Skammast mín yfir svona uppákomum. Lögreglan er í fullum rétti að taka á svona mótmælum sem eru ólögleg.  Því miður virðast svona athæfi fylgja þessum hóp.  Þetta kemur ekkert umburðarlyndi við.  Það á aldrei að lýðast að hópur geti safnast saman og brotið lög og reglur samfélagsins.

Unnur (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 01:16

17 Smámynd: Halla Rut

Ég skil bara ekki hvernig þeir ætluðu að koma "skoðunum" já ég endurtek..skoðunum sínum á framfæri með þessum trúðalátum.

Halla Rut , 15.7.2007 kl. 03:05

18 identicon

"Og löggan hafði engan rétt á því að stoppa þessi mótmæli, tjáninarfrelsið er tryggt í stjórnarskránni."

Voðalega ertu einfaldur í hugsun...

Ef ég vil tjá reiði mína með því að sprengja upp Smáralind, er það þá sjálfsagður réttur? Á maður að vera stikkfrí frá landslögum vegna tjáningar?

Aftur, það er enginn á móti tjáningum þessa fólks. Við erum bara á móti því að þau hafi gert það með lögbrotum í þetta skiptið. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 06:48

19 identicon

Mér finnst sumir hér vera dómari og böðull.

Fyrir það fyrsta þá er það ekki borgarans (okkar) að dæma fólk og síður en svo lögreglunnar heldur, það eru dómstólar sem gera það.

Í öðru lagi, eina lögbrotið sem var framið var akstur bifreiðar með kerru, sem á var fólk, en það er bannað nema að fengnu leyfi sýslumanns, þá oftast þegar farið er í skrúðgöngur.  Ennfremur er enginn að efast um lögbrot ökumannsins þegar hann keyrir með græjur sem hljóma útfyrir öll velsæmismörk og þar af leiðandi braut ökumaðurinn lög um óspektir á almannafæri.

En burtséð frá því, þá er gangan EKKI slæm eða ólögleg - og ágæt fyrir þá parta að ég frétti af tveimur strákum sem höfðu keyrt framúr bílum vel yfir 100 og svo lent í röðinni og orðið sjóðandi illir.

Eiginlega má segja að þessi ganga hafi verið þarfaþing á röngum forsendum, þ.e.a.s. að draga úr umferðahraða - enda finnst mér sumir í umferðinni ættu hreinlega ekki að hafa próf miðað við hraðann.

En, gangan er ekki ólögleg - þó svo að ökumaður hafi gerst brotlegur.  Það er nefnilega ekkert í landslögum sem bannar mótmælagöngur sem þessar þannig að ég skil ekki þessar staðhæfingar hjá t.d. Geir Jónssyni og öðrum.

Held að við séum ó-umburðarlyndasta þjóð í heimi - það er einfaldlega betra að ignora svona dæmi eða sýna því smá skilning og leyfa þessu að líða hjá friðsamlega heldur en að vera að þessu kjaftæði og gefa þessu fólki byr undir báða vængi. 

Alfreð G. (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 09:34

20 identicon

Hvaða endemis rugl er þetta ?? Er enginn hérna þokkalega vel læs? Hefur engum hérna dottið í hug að kynna sér málið aðeins áður en menn fara að blasta einhverju kjaftæðinu inn hérna,og gera umræðuna að einhverri leikskóla umræðu??

 Alfreð G: Hver ert þú, sem þykist svona fróður um hvað sé heimilt og óheimilt samkvæmt lögum ? Ertu lögfræðingur? Mætti ég benda þér á að lesa lögreglusamþykkt Reykjavíkur 2.kafla 11.grein ? Googlaðu það á netninu og éttu svo afan í þig það sem þú varst að segja hérna rétt að ofan.. Þú byrjar á því að blasta hér inn að sumir séu dómarar og böðlar í málinu,og setur svo sjálfan þig í dómara sætið og ákveður hvað má og hvað má ekki samkvæmt lögunum,án þess að hafa nennt að eyða 10 mínútum í að kynna þér málið?? Þegar þú ert búinn að lesa þetta..þá skaltu aðeins kíkja á lög er varða útifundi og mótmæli á Íslandi ....þegar þú ert búinn að kynna þér málið...þá skal ég ræða þetta málefnanlega við þig...þangað til ertu bara nöldrandi hvolpur sem ég nenni lítið að eyða orðum í...

 Það er voðalega fátt annað svaravert í þessari umræðu hér að ofan... Er ég hlynntur þessum framkvæmdum? Kemur það málinu við ? Nei... En þegar hingað streyma til lands hippar og mótmælendur hvaðvæna af úr Evrópu og hafa sér eins og fávitar,undir því yfirskyni að það hafi ekki verið hlustað á þá öðruvísi,þá er nú bara fokið í flest skjól. Ég er búinn að berjast fyrir því að það verði gerð Vatsrennibraut frá Selfossi til Keflavíkur í 10 ár,og þessi fjandans ríkisstjórn hlustar bara ekki á mig. Ég hef skrifað bækur,bloggað,staðið eins og frostpinni fyrir utan alþingishúsið með spjald,hringt símtöl og guð má vita hvað...það bara hlustar enginn á mig... hvað er næsta skref hjá mér ?

a) kúka á húddið á bílnum mínum á laugarveginum og öskra eins hátt og ég get að þetta sé möst fyrir þjóðina og halda því svo fram að ég hafi ekki gert neitt ólöglegt?

b) kanski bara halda kjafti og átta mig á því að það er ekki allur heimurinn sammála mér? Leyfa fólki að móta sínar eigin skoðanir í friði og gera mér grein fyrir því ,að þó svo að mér finnist mínar skoðanir þær einu réttu,þá er fólk ekki sammála þeim,og það þýðir lítið að þröngva þeim uppá það ??

 Ég kýs kost b,þaka þér fyrir og lýsi því hér með yfir að ég hef megna andúð á fólki sem ekki getur sett fram sína skoðun án þess að það brjóti í bága við lög,reglur og lögreflusamþykktir landsins,og án þess að það haldi almennt velsæmi...

Insjallah....málefnanlegur..

málefnanlegur (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 15:28

21 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Hvílíkur snillingur.  Málefnanlegur nú verðuru að senda mér póst og upplýsa mig hver þú ert.  Frábær pistill.

Örvar Þór Kristjánsson, 15.7.2007 kl. 17:34

22 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég held að Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðar hafi komið með bestu lýsinguna á þessum umhverfis sinnum sem eru á móti kárahjúkum. Þeir fullyrtu að þeir gætu skapað 500 til 700 störf á austurlandi ef hætt væri við virkjun. Halldór greip þetta og bauðst til samstarfs við umhverfisverndarsinna. Að gera Vestfirði græna og stóriðjulausa og í leiðinni skapa nokkur hundruðu störf. Síðan kom á daginn að þetta var nánast innantómt röfl og tuð í umhverfisverndar sinnum og enginn innistæða fyrir nokkrum. hvað þá 500 störfum í umhverfistengdum ferðamannaiðnaði. Af þessum sökum sér Halldór sér ekki annað fært en að láta af stóriðjulausum vestfjörðum til þess að bjarga þar byggð.

Ef mótmælendur ætla að koma einhverju áleiðis þá fæst það ekki með einhverjum dansleikjum og söngli úti á götum í miðbæ reykjavíkur. Við þurfum að lifa á peningum ekki einhverju fallegu útsýni einu samann. Ég skora á umhverfissinna að koma að því að það skapist nokkur hundruð störf á vestfjörðum tengd umhverfinu og umhverfisvernd. það þýðir ekki að tala um þetta alla daga að það sé bara hægt að gera eitthvað annað eins og Andri Snær talar um. Eitthvað annað er innantómt. Það verður að vera eitthvað og það verður að vera fast í hendi. Draumsýnir eru bara draumsýnir sem hverfa þegar maður vaknar. 

Undirritaður er algjörlega mótfallinn olíuhreynsunarstöð á Vestfjörðum eða nokkurstaðar annarstaðar á Íslandi. 

Fannar frá Rifi, 15.7.2007 kl. 21:34

23 identicon

Þetta var fyndið lítið götuleikhús.  Útúrreyktir hasshausar sem hafa þetta af lifibrauði, hanga á kaffihúsum eða mótmæla.  Ekki var mikill kraftur í mótmælunum enda hópur iðjuleysingja og hálfgerra aumingja.  Vorkenni þeim meira en eitthvað annað. 

Egill (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 22:35

24 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú - það stendur víst í lögum að menn verði að fá leyfi fyrir svona útisamkundu, sem þetta vissulega er. Það leyfi var ekki til staðar og því ber lögreglunni víst skylda til að leysa samkunduna upp.

Eins er (eða allavega var fyrir fáum árum síðan) bannað að ganga með grímur eða hylja andlit sitt á almannafæri, svona allajafnan. Skv. myndum voru þau lög brotin þarna líka. Svo er ákaflega hæpið, eiginlega alls ekki hægt að halda því fram með góðri samvisku, að umferð hafi gengið jafngreitt og venjulega.

Jón Frímann - skv. skoðanakönnunum voru allt að 84% landsmanna hlynntir framkvæmdunum við Kárahnjúka þegar þær hófust.

Ingvar Valgeirsson, 16.7.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 389

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband