Skil ekki!

  Nú að undaförnu hafa kynferðisafbrot og þá sérstaklega gegn börnum verið mikið í umræðunni.  Það ekki að ástæðulausu enda þessi mál mjög alvarleg en umræðan sjaldan eða aldrei verið jafn opinská og nú sem er hið besta mál. Umræða um svona erfið mál er nauðsynleg enda hefur hvert “sóðamálið” sprottið uppá yfirborðið hjá fjölmiðlum að undanförnu. Margt hefur komið fram sem hefur valdið hneykslun og áhyggjum í samfélaginu og fólk er að vakna. Í þessum málum verða stjórnvöld að taka sig á, enda með buxurnar á hælunum eins og komið hefur margoft í ljós.  Samfélagið verður líka að gera sitt og krefjast úrbóta, láta í sér heyra eins og ég hef ákveðið að gera nú með þessum pistli á þessum ágæta blogg vef. Fimm hæstaréttardómarar milduðu nú á dögunum dóm yfir Ólafi Barða Kristjánssyni fyrir gróf kynferðisbrot gegn stúlkubörnum. Yngsta fórnarlambið var þriggja ára telpa.  Dómurinn var mildaður úr tveimur árum í eitt og hálft sem þýðir að Ólafur situr í mesta lagi í eitt ár í fangelsi. Las það á bloggsíðu Hrafns Jökulssonar að hámarksdómur í þessu tilfelli hefði verið 4 ár. ( Persónulega finnst mér það ekki upp í nös á ketti ) Hefur þessi mildun vakið mikla furðu og reiði í samfélaginu. Í Kastljósi nú í upphafi vikunnar mætti lögfræðingur hins seka, Sveinn Andri Sveinsson og kom þjóðinni ennþá meira á óvart með málflutningi sínum.  Þar lýsti hann því blákalt yfir að sér þætti dómur hæstaréttar helst til of þungur, að 12 mánuðir hefðu verið meira en nóg!  Ég vissi hreinlega ekki hvernig ég átti að haga mér þegar ég hlustaði á manninn, sú tilfinning sem ég fékk var undarleg blanda af reiði og undrun.  Þarna var fullorðinn og vel menntaður maður að færa rök fyrir því að barnaníðingur sem misnotað hefur börn, allt niður í 3ja ára gömul, ætti ekki að sitja lengur inni en í 12 mánuði.  Aðrir 5 vel menntaðir menn í ábyrgðar stöðum hjá ríkisvaldinu milda svo dóm yfir þessum barnaníðingi. Hvaða skilaboð eru þetta til samfélagsins?  Menn sem taka æru og líf barna að eilífu með ógeðfelldum verknaði þurfa ekki að gjalda þess. Fá fórnarlömbin annað tækifæri?   Ég skil ekki íslenskt dómskerfi sem hyglir kynferðisafbrotamönnum, ég skammst mín fyrir þessa vel menntuðu menn og finn til með öllum þeim fórnarlömbum kynferðisofbeldis sem þurfa að horfa uppá þessa vitleysu.   Örvar Þór Kristjánsson

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband