12.3.2007 | 11:57
Á ég að þora í mat?
Ég er ofboðslega svangur. Vaknaði frekar seint og gleymdi að fá mér næringu í morgun. Reyndar búinn að narta í einn banana hérna i vinnunni en það dugar nú skammt fyrir hávaxinn og (myndarlegan) mann. Þorði nú ekki öðru en að borða hann þversum eins og maísstöngul enda vil ég ekki særa blygðunarkennd samstarfskvenna minna.Þegar ég leit á matseðilinn hérna uppí mötuneyti í dag, brá mér heldur betur í brún. Það eru væn kindabjúgu í matinn. Gæti svo sem slafrað þeim í mig en er það bara ekki allt of klámfengið? Miðað við umræðuna undanfarna daga þá gætu siðapostular samfélagsins verið með útsendara jafnvel í mötuneytinu hérna. Ætti maður þá að taka sénsinn á því að setja uppí sig væn og heit bjúgu? Er ég þá bara ekki að bjóða einhverjum að taka mig aftan frá.... ? Nei..nei sennilega ekki. Fallega samt ef ég missi matarbakkann og þarf að beygja mig eftir honum....Er það furða að maður spurji á þessum tímum ?Annars finnst mér bjúgu vond.
Um bloggið
Örvar Þór Kristjánsson
Spurt er
Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ættir nú ekki að hafa fólk sem ber hag okkar fyrir brjósti í flimtingum.
Lektorinn sem skrifaði þessa grein gekk gott eitt til og án fólks eins og hennar værum við í vondum málum.
Í mínum huga er hún einn hugrakkra hermanna sem ber með mér og öðrum gegn klámi og viðbjóði sem tröllríður öllu um þessar stundir.
Ef ég væri þú myndi ég hafa mig hægan og hugsa mig vel um áður en ég skrifaði háðsádeilur sem þessa um gott fólk.
Virðingafyllst:Úlli
Úlli (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 09:43
amen
Örvar Þór Kristjánsson, 13.3.2007 kl. 10:39
hehehe.. :) já nokkuð til í þessu hjá þér, mar spyr sig að öllu áður en maður framkvæmir, sérstaklega í nánd annarra! HEHE.. þannig á það ekki að þurfa að vera, alltaf jafn gamana ð lesa hjá þér. góðar pælingar.. heyrumst.
Íris Edda (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:58
Mér finnst bjúgu líka vond! Tók ákvörðun í fyrra að borða aldrei aftur bjúgu. Mig grunar að það sem fari í bjúgun sé það sem er of ógeðslegt til að fara í pulsurnar...
einhver laumaði því að mér að gamalt jólaskraut og fráfallið starfsfólk væri meðal innihalds .... trúi því samt ekki alveg :)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.