Spenna

Það er ljóst að stjórnin hélt, naumlega þó.  Framsókn er illa löskuð og vart starfhæf í stjórn eða hvað?  Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna, bætir við sig 3% eftir 16 ár í stjórn.  Það liggur ljóst fyrir að nothæf stjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðismanna.  VG bæta við sig en eru vonsviknir enda mældust þeir með allt að 27,2% í mars.  Voru menn þar á bæ að gæla við 20% en fengu 14% sem er vissulega bæting en....... ég hefði amk ekki viljað  vakna í morgun við þær tölur að VG hefði fengið 27%!  Frjálslyndir standa í stað og Samfylking  vinnur varnarsigur.  Ómar var marklaust plagg frá upphafi, þetta var átakanlegt að horfa á hann veifa Sigmund blaðaúrklippunni sinni í gær.....  Næstu dagar verða spennandi.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha, sá þegar greyið var með Sigmund plaggið sitt. Það er ljótt að gera grín af þroskaheftum Örvar skamm skamm. Annars fór þetta nákvæmlega eins og maður hafði spáð. Íslendingar eru blessunarlega ekki vitlausari en þetta og það verður gaman að njóta áframhaldandi velmegunar undir traustri stjórn sjálfstæðismanna.

Mofo (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að Ómar væri fullur. En sem Framari þá held ég að skilaboðin til þeirra hafi verið mjög skýr. Takið ykkur frí!!

Arnfinnur Bragason, 13.5.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Rósa

Sammála með Ómar, þetta var alveg pínlegt.

Rósa, 13.5.2007 kl. 16:42

4 identicon

"Samfylking  vinnur varnarsigur."

ha?
Þeir voru gjörsamlega úti að skíta. Töpuðu öllum kjördæmunum sínum og misstu 2 þingmenn. 

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 04:01

5 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Tja, það sem átt er við með varnarsigri er að flokkurinn var að mælast með allt niður í 18% fylgi 4 vikum fyrir kosningar.  Náði að hífa sig upp á lokasprettinum og koma þokkalega út.  Lengi vel leit út fyrir að Vg yrði stærri en Samfylkingin.  Annars er það rétt að þessi árangur en langt fyrir neðan þær væntingar sem forkálfar Samfylkingarinnar gerðu ráð fyrir á sínum tíma.

Örvar Þór Kristjánsson, 14.5.2007 kl. 09:15

6 identicon

Er eitthvað að marka skoðanakannanir?

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örvar Þór Kristjánsson

Spurt er

Verða Liverpool enskir meistarar næsta tímabil?

Höfundur

Örvar Þór Kristjánsson
Örvar Þór Kristjánsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband