17.6.2007 | 19:09
Óttalegir bjánar
Stóriðjuandstæðingar sem mótmæla svona eins og fífl og fávitar á sjálfan þjóðhátíðardaginn eru ekki trúverðugir mótmælendur. Hef sagt það áður að hart á að taka á þeim mótmælendum sem fara yfir strikið. Í þessu tilfelli hafa þessir mótmælendur gert sjálfa sig og málstaðinn að fíflum. Ætli þessir fimm einstaklingar séu ekki flokksbundnir VG, kæmi ekki á óvart. Annars er það rannsóknarefni hvers vegna hluti þessara svokallaðra stóriðjumótmælenda brjóta oftar en ekki íslensk lög og kunna ekki að halda sig á mottunni? Skortur á dómreind? Annarlegt ástand? Hvað sem veldur þá taka slíkar aðgerðir af þeim allan trúðverðugleika.
Fánalög brotin með mótmælaaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örvar Þór Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá.. þetta er eitt heimskulegasta sem ég hef lesið, þetta blogg, ekki fréttin.
..Sýnir allavega að mótmælin hafa hafr áhrif.
Imba (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 20:39
Vá... þetta er það allra heimskulegasta sem ég hef lesið, kommentið frá Imbu, ekki fréttin né færslan við hana.
..Svona mótmæli hafa ENGIN áhrif, svona athæfi er notað til að kalla fram sjokk af almenningi, það er notað þegar það þarf að vekja athygli af málstað sem lítið er vitað um, og þannig lagað er notað óspart erlendis... Hér á Íslandi vita allir sitt um stóriðjumál, fólk flykkist á hina hliðina þegar svona fréttir berast! Persónulega finnst mér að við ættum að fara aðrar leiðir hvað varðar iðnað, en þegar ég las þessa frétt gat ég ekki annað en ranghvolft augunum og hugsað með mér "Fokkin fífl..."... Ég sem rembist við að vera kurteis á moggabloggi og í lífinu vil gjarnar eiga nokkur orð við fávita sem þessa... Þetta hafði ENGIN áhrif á almenning hvað varðar stöðu gagnvart stóriðju (hún hefur veikst ef eitthvað er við þetta), eina sem þetta gerði var að skíta yfir íslenskan fánan á þjóðdegi Íslendinga, ekkert annað...
Gunnsteinn Þórisson, 17.6.2007 kl. 20:54
Já þvílíkt sjokk sem þetta hefur veitt almenningi :) Eigum við ekki að róa okkur aðeins í vitleysunni ??
Ekki er ég hlyntur því að menn brjóti fánalög,frekar en önnur lög. En að tala um að þetta hafi valdið einhverju sjokki hjá almenningi er af og frá. Og ef þið haldið að þetta hafi valdið þvílíkri hneykslan að þetta snúi umhverfisverndarsinnum frá andúð sinni á stóriðjustefnunni,þá er getur sú andstaða tæplega verið mjög sterk ef það nægir að einhver kroti eitthvað á íslenska fánan til þess að menn skipti um skoðun. Voruð þið mikið að tuða yfir því þegar spaugstofan gerðist brotleg við lög,með því að "misþyrma" íslenska þjóðsöngnum? Eða eruð þið dagsdaglega að blogga mikið um það þegar fánalög eru brotin með myndum á stuttermabolum ,eða þegar Hawaiian Tropic stúlkan braut fánalögin með því að vera í fánalituðu bikiníi ??? Þessi fánalög eru þau bjánalegustu sem ég þekki og löngu kominn tími til að skipta þeim út fyrir nýrri og nútímalegri lög.. það má fjandakornið ekki nota fánann í nokkurn skapaðan hlut.
Að þessir mótmælendur séu ekki trúverðugir af því að þeir voru að mótmæla á sjálfan þjóðhátíðardaginn er bara rugl . hvenær hefur þér fundist þessir mótmælendur trúverðugir Örvar ?? Hvernig eiga þeir að mótmæla til þess að þér finnist það "trúverðugt" ?? Ekki geta þeir staðið með skilti einhversstaðar í náttúrunni og sleppt því að brjóta lögin, ég hef lesið það hér á þessu bloggi að það þykir aumkunnarvert... og að spyrla þetta fólk fyrirfram við einhvern stjórnmálaflokk eru ekkert annað en fordómar og fyrirfram gefnar forsendur sem eiga ekki heima í málefnanlegri umræðu... Það er kominn tími til þess að láta af þessari andúð sinni á VG og ákveða ekki fyrirfram að allt sem þeir standa fyrir sé vont...og vertu alveg rólegur...þú getur haft þínar persónulegu skoðanir á Sollu Tomm ennþá..óáreittur :)
Insjallah....málefnanlegur
málefnanlegur (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 22:48
Þá það, dreg til bara "sjokk" og breyti því í "viðbrögð", þessi frétt á í hið minnsta skilið það ;P Og já talandi um vitleysu, Spaugstofan var fyndin, stuttermabolirnir eru nettir, Hawaiian Tropic stúlkan er hawt, en þessir einstaklingar sem fréttin fjallar um eru vitleysingar... Hef aldrei kvartað um notkun íslenska fánans áður, og fánalögin finnst mér lítt spes, en það að taka skitu yfir íslenska fánan með þessum hætti er... fávitaskapur... punktur...
Gunnsteinn Þórisson, 17.6.2007 kl. 23:08
Að þú skulir geta bara bendlað þessu við heilan flokk er þvílík vitleysa og heimska. Afhverju vinstri græna? eða ætti ég að spurja afhverju ekki íslandshreyfingin eða jafnvel Samfylking þar sem þeir voru komnir með smá áhuga á þessum skemmtilega málaflokki en stungu honum undir borð í samstarfi við bláu kallana.
Annars svona alhæfingar eru ekki málið sko.
Heiðar S. Heiðarsson, 17.6.2007 kl. 23:37
Setti bara fram þessar getgátur að sennilega hafi þessir "mótmælendur" verið í VG af því að þeir fordæma ekki mótmæli gegn stóriðju ( jafnvel þó það brjóti gegn lögum, þá fordæma þeir lögreglu ) og eru "eldheitir" andstæðingar stóriðju. Samfylkingin vill skoða hvert atvik fyrir sig og vega og eta kosti og galla hverrar framkvæmdar fyrir sig. VG eru alltaf á móti jafnvel þótt fátt mæli gegn framkvæmdum sbr Álver í Helguvík.
Það er í góðu lagi að standa út í móa og mótmæla löglega framkvæmdum Alcoa, mér finnst það fíflalegt en það er þó löglegt. En það þó fullseint í rassinn gripið. Þetta athæfi var fyrir neðan allar hellur, fíflalegt og skilar engum árangri.
Örvar Þór Kristjánsson, 18.6.2007 kl. 00:57
Af hverju ættu VG, eða einhver stjórnmálaflokkur, að fordæma mótmælum gegn einhverju?
Af hverju er það slæmt að mótmæla? Er það ekki bara lýðræðislegur réttur þeirra þjóðfélagsþegna sem eru á móti einhverju, hvort sem það eru stóriðjuframkvæmdir, hvalveiðar eða hvað sem er?
Skárra en það að vera á móti.....en sitja samt heima á rassgatinu og bryðja í sér tennurnar.
Haukur Viðar, 18.6.2007 kl. 03:51
Þó svo að það sé lýðræðislegur réttur hvers og eins að fá að mótmæla,þá er það ekki réttur hvers manns að brjóta lögin, er það ??
Menn eiga að sjálfsögðu að mótmæla löglega...en ég gef lítið fyrir þau rök örvar að þetta skili ekki árangri og sé full seint í rassinn gripið. Fólk hefur mótmælt þessum áformum frá upphafi og heldur því bara áfram enn.
Þú ert heldur ekki í neinni aðstöðu til þess að segja til um hvort það sé fátt sem mælir með eða móti stóriðju,hvort sem hún er í Helguvík eða Hornströndum. Það er nokkuð ljóst hvaða skoðun þú hefur á málinu,en þú ert gersamlega ófær um að sjá þessi hluti frá fleiru en einu sjónarmiði. Það er svo sem ekkert að því,en þar af leiðandi ertu kanski ekki í aðstöðu til þess að gefa það út að það sé ekkert sem mæli gegn þessu...
Málefnanlegur
málefnanlegur (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.