24.6.2007 | 18:21
Kvenfyrirlitning
Hvað sem mönnum finnst um súlustaði þá verður alltaf markaður fyrir þá. Af hverju ekki að hafa þá uppá yfirborðinu og undir eftirliti? Ef þessa starfsemi á að banna þá hverfur hún inn í undirheimana og ennþá meiri glæpir viðgangast. Vissulega er stundað vændi og annað misjafnt á einhverjum þessara staða en að mínu mati hafa þessir staðir fullkomnlega rétt á sér.
Einn feministi sagði eftirfarandi um súlustaði:
"Súlustaðir eru staðir þar sem karlar geta komið saman og stundað kvenfyrirlitningu - og keypt sér konur"
Þetta er auðvitað ekki rétt. Vissulega gera einhverjir karlmenn þetta en lítið brot. Ætli flestir geri þetta ekki af einni ástæðu, sjá fallegan kvenlíkama. Man eftir einum súlustað þarsem gestir voru oft í stórum hluta konur. Þekkti starfsmann þar sem vann á barnum. Hann sagði mér að þær konurnar sóttu ekki síður í einkadansana en karlmennirnir. Oft færu hjón jafnvel saman í einkadans til þess að spæsa upp á kvöldið. Er það kvenfyrirlitning? Ef einhverjir eru misnotaðir á þessum stöðum þá eru það saklausir einmanna karlmenn sem eru rýrðir inn að beini, borga tugir þúsunda fyrir eitt glas af Anti Gancia og kannski sjá í einstaka geirvörtu.
Ef t.d feministar eins og Katrín Anna og Sóley Tomm færu að dansa einkadansa nú þá fyrst ætti að banna þá. Það yrðu glæpir gegn mannkyni
Annars er það málið, boð og bönn leysa ekki neitt.
Einkadansinn líður undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örvar Þór Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sömu rök eiga við um eiturlyf og fjárhættuspil. Núna eru þau bönnuð. Þess vegna eru þau í hvarfi í undirheimum með tilheyrandi glæpum.
Jens Guð, 24.6.2007 kl. 19:07
Já það er erfitt að vera ósammála þessu... svona forræðishyggja er ill-réttlætanleg. En þú segir þó : " Ef einhverjir eru misnotaðir á þessum stöðum þá eru það saklausir einmanna karlmenn sem eru rýrðir inn að beini, borga tugir þúsunda fyrir eitt glas af Anti Gancia og kannski sjá í einstaka geirvörtu."
Það er þó alltaf ástæða út af fyrir sig...að banna þetta til þess að hlífa þessum blessuðu útúrdrukknu/einmanna einstaklingum sem finna einhverja fróun í því að leita til þessara kvenna... (svo heitir vínir Azti minnir mig og er frá samnefndu héraði á Ítalíu) :)
En að öllu gamni slepptu þá er þessi forræðishyggja ekki norkkrum manni bjóðandi og árið 2007 er skrítið að svona lög skuli vera sett. En ég er þó ekki sammála þér Jens Guð (ef ég skildi þig rétt,sem ég er ekki viss um) að sömu rök eigi við um eiturlyf og fjárhættuspil..... eiturlyf eru einfaldlega allt annar kapítuli og væru eiturlyf leyfð á Íslandi myndi það hafa í för með sér meiri kostnað fyrir okkur skattborgarana en þig getur nokkurn tímann órað fyrir,svo eitthvað sé nefnt.
Insjallah...málefnanlegur
málefnanlegur (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 01:27
Ég myndi nú lauma seðli í brókina hjá Sollu Tomm, alla vega einum rauðum
gigarinn (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.