18.8.2007 | 11:26
Rússneski björninn að vakna?
Pútín vill endurreisa rússneska herinn enda hefur hann verið í rjúkandi rústum lengi vel. Það verður að teljast hið besta mál, tel það betra að Rússar eyði meira fé í viðhald hersins enda mikil hætta sem skapast ef eftirlit og viðhald stríðstóla þeirra er lítið sem ekkert. Kjarnorkukafbátar og önnur tæki og tól hafa verið að rotna niður vegna skorts á fjármagni. Það hefur skapað mikla hættu og hafa stríðstól þeirra komist í hendur hryðjuverkamanna í talsverðu magni á undanförnum árum. Þetta flug rússnesku vélanna var bara táknrænt og engin ógn fólgin í því.
Kannski að US Naval Air Station Keflavík verði opnuð aftur í nánustu framtíð? Nei efast um það enda rússnesku þoturnar lítil ógn, við sendum þá bara samtök hernaðarandstæðinga á móts við þær og allir fá sér grænmetissúpu og málið er leyst.
Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþota við strendur Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örvar Þór Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hernaður er nauðsynlegur og átök hafa ávallt fylgt mannkyninu. Við Íslendingar höfum ekki kynnst þeim raunum sem fylgir stríðsátökum en þurfum eigi síður varnir gegn illum öflum sem þrífast úti í hinum mikla heimi. Barnalegt er að mótmæla þeim löndum sem eru tilbúin að verja okkar þjóð. Rússar eru ekki hættulegir nú en sagan hefur þó sýnt að þeir eru til alls líklegir og allur er varinn góður. Kommarnir hafa ennþá ígróin völd og svífast einskis til þess að koma heimsveldinu á laggirnar aftur.
Pétur (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:52
Ekki miklir hagsmunir fólgnir í innrás á Ísland, nema til að stela rafmagni... Nú ef svo verður þá gefum við bara Rússunum ljósalagsdiskinn, Njarðvíkingar sjá svo um rest.
Sjabbz (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.